Á fundi stjórnar Hrollaugs þ. 14. mars sl. var mikið rætt um breytt fyrirkomulag skipaskoðunar. Af því tilefni ákvað stjórnin að koma eftirfarandi á framfæri um skoðunarmál:
„Ekki er ásættanlegt að kröfur um öryggisbúnað báta breytist við það eitt að settir séu flotkassar aftan á þá sem teygja þá yfir 8 metra mörkin. Einnig er óásættanlegt að skoðunarstofum skuli ekki heimilt að lengdarmæla báta eftir breytingar, þó svo að þeim sé treyst til að framkvæma þykktarmælingu og aðrar athuganir sem breytingarnar varða. Dæmi eru um að lengdarmæling á einum smábát framkvæmdri af Siglingastofnun hafi kostað viðkomandi útgerð 0-0-70.- kr. sem kom til viðbótar öðrum skoðunargjöldum.
Það er mat stjórnarinnar að hagræðing og aukin skilvirkni sem var hvati einkavæðingar á skipaskoðunum, hafi ekki skilað sér sem skyldi. Stjórn Hrollaugs telur að mesta hagræðingin sé fólgin í að láta einkaaðilana sjá um allt ferlið sem er svo fylgt eftir með skilvirku skyndieftirliti.“
Formaður Hollaugs er Snorri Aðalsteinsson