Hrognkelsi komin á disk Grænlendinga

Fréttavefurinn skip.is greinir frá því í dag að grásleppuveiðar séu hafnar í Grænlandi. Í fréttinni segir að gott framboð sé bæði á grásleppu og rauðmaga. Hrognkelsin séu seld í smásölu til neytenda og sé verðið á rauðmaganum 10 danskar krónur og fari upp í um 30 fyrir stykkið. Fyrir hrognafulla grásleppu verða menn hins vegar að greiða 50 danskar krónur eða jafnvirði 525 ísl. kr.
Í fréttinni er ekki getið um hrognaverðið sérstaklega.

Heimild: skip.is