Hrollaugur vill leyfa þorskinum að margfalda verðmæti loðnunnar

Auk ályktunar um skoðunarmál, sem hér hefur verið greint frá, sendi stjórn Hrollaugs félag smábátaeigenda á Hornafirði, frá sér eftirfarandi um loðnuveiðar:
„Að rannsakað verði hvort loðnuveiðar með flottrolli hafi áhrif á göngumynstur hennar. Einnig hvort mikið af loðnu drepist við möskvasmug.
Að tekið verði alfarið fyrir veiðar á loðnu eftir að hún er orðin verðlaus vegna fituleysis. Á þeim tíma er einnig líklegra að bolfiskur sé hluti aflans.
Við eigum að láta sem mest af loðnunni lifa og leyfa þorskinum að margfalda verðmæti hennar.“