Á Siglufirði er búið að verka grásleppuhrogn í 120 tunnur, en það er aðeins þriðjungur af því sem var á sama tíma í fyrra að sögn Hilmars Zophaniassonar. „Öll þau ár sem ég hef verið á grásleppu hef ég aldrei upplifað eins ástand og nú er. Þegar netin eru dregin er eins og maður sé að draga teppi og þegar það er komið á aðgerðarborðið blasir við drulluhaugur sem verður að vinna sig inn úr honum til að finna grásleppuna. Það er ekki nema von að hún láti ekki sjá sig í netunum þegar ástandið í sjónum er slíkt sem nú er. Sjórinn er kolsvartur“, sagði Hilmar. Kannski eru það hlýindin sem valda þessu og ef svo er væri full ástæða til að hefja grásleppuveiðar mánuði fyrr en nú var gert, eða um mánaðamótin febrúar – mars.
Hilmar sagði grásleppuveiðimenn hafa trygga sölu á öllum sínum hrognum, það væri Domstein í Svíþjóð sem keypti af þeim. Hann sagðist undrandi á fréttaflutningi um lægra verð en 51 þúsund og sagðist heilshugar taka undir áskorun frá stjórn Fonts að veiðimenn afgreiði ekki tunnu frá sér undir því verði.
Aðspurður um veiðina það sem eftir lifði vertíð, sagðist Hilmar vera svartsýnn á hana. Síðasti straumur skilaði lítilli veiði og ef sá næsti verður ekki betri má búast við að menn dragi upp.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is