Fréttir bárust af því nú síðdegis að samkomulag hafi náðst milli grásleppukarla á Siglufirði og Domstein í Svíþjóð. Það gengur út á að Svíarnir greiði 60 þúsund fyrir tunnuna.
Að sögn Hilmars Zophaniassonar formanns Skalla telja menn þetta verð vera ásættanlegt og leiðir trúlega til þess að veiðarnar verði stundaðar út veiðitímann eða meðan eitthvað fæst í netin.
Ekki er ósennilegt að hin dræma veiði það sem af er vertíð hafi leitt til þess að verðið er nú byrjað að stíga. Einnig hefur það sín áhrif að vertíðin á Grænlandi hefur farið afarrólega af stað.