Þrátt fyrir að gengi helstu gjaldmiðla hafi verið að þokast upp á við nú síðustu daga hefur fiskverðið ekki fylgt með. Í dag var verð með allra lægsta móti á fiskmörkuðunum. Alls voru seld 115 tonn af slægðum þorski og var meðalverðið aðeins 100 krónur. Af slægðum þorski voru seld 106 tonn og var meðalverðið 140 krónur.
Ýsan var líka döpur, 75 tonn voru seld af óslægðri og var meðalverðið 70 krónur, en 80 krónur fengust á kílóið fyrir 67 tonn af slægðri ýsu.
Að sögn viðmælanda heimasíðunnar er nokkuð orðið um að menn séu farnir að binda bátana, „ekki verjandi að landa á þessu verði“.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is