Undirmál á handfæri – engin veiðarfæri undanskilin reglum um undirmál.

Að gefnu tilefni er ástæða til að taka hér fram að reglur um undirmál utan kvóta á við öll veiðarfæri. Skrifstofa LS hefur fengið ábendingar um að menn hafi haldið að handfærin féllu ekki inn í regluna, en það er hér með leiðrétt.

Til glöggvunar er birt hér 8. gr. reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 5-20-2004 sem fjallar um undirmál. Greinin orðast svo:
„Þorskur styttri en 50 cm (27 cm hausaður) og ufsi styttri en 50 cm (31 cm hausaður), ýsa styttri en 45 cm (26,5 cm hausuð) og karfi styttri en 33 cm teljast að hálfu til aflamarks, enda fari afli undir áðurgreindum stærðarmörkum ekki yfir 10% af viðkomandi tegund í veiðiferð. Heimild samkvæmt þessari málsgrein er bundin þeim skilyrðum, að afla undir tilgreindum stærðum, sbr. 1. málslið, sé haldið aðgreindum frá öðrum afla um borð í veiðiskipi og hann veginn sérstaklega af löggiltum vigtarmanni, sem annast endanlega vigtun. Þó er viðtakanda afla heimilt að aðgreina karfa styttri en 33 cm frá öðrum afla í vinnsluhúsi. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda þó ekki um afla sem flakaður er um borð í veiðiskipi. Hausaðan fisk skal mæla frá sporðsenda að gotrauf.“

Dæmi – til að auðvelda skilning á ákvæðinu:
1. Þorskafli er 1 tonn í veiðiferð þar af 150 kg undirmál.
Helmingur undirmáls eru 75 kg og helmingur 10% aflans eru 50 kg.
50 kg eru þá utan aflamarks en 950 kg reiknast að fullu til aflamarks.

2. Þorskafli er 2 tonn í veiðiferð þar af 150 kg undirmál.
Helmingur undirmáls eru 75 kg og helmingur 10 % aflans eru 100 kg.
75 kg eru þá utan aflamarks en 5-9-1 kg reiknast að fullu til aflamarks.

3. Þorskafli er 3 tonn í veiðiferð þar af 1 tonn undirmál.
Helmingur undirmáls eru 500 kg og helmingur 10% aflans, það eru 150 kg.
150 kg eru þá utan aflamarks en 0-8-2 kg reiknast að fullu til aflamarks.

Athygli skal vakin á því, að undirmál reiknast sjálfvirkt að hálfu til
aflamarks við skráningu á afla í Lóðs, svo framarlega sem það er vigtað
sér og rétt skráð á vigtarnótur.