BRIMFAXI kominn út

BRIMFAXI félagsblað LS er kominn út. Blaðið er þykkt af athyglisverðu efni. Meðal þess er leiðarinn sem Arthur Bogason ritar. Örn Pálsson fjallar um tilfærslu veiðiheimilda í krókaaflamarkskerfinu þegar ár er liðið frá því að sóknardagabátar sameinuðust kerfinu. Viðtöl eru við trillukarla á Húsavík, Tálknafirði, Hrísey og Djúpavogi. Grein eftir Jóhannes Sigurjónsson um Húsavík. Vangaveltur Hermanns Arnars Sigurðssonar á landstíminu. Sigurður Gunnarsson fyrrverandi stjórnarmaður í LS skrifar hugleiðingu. Umfjöllun um ávarp sjávarútvegsráðherra sem hann flutti á sjómannadaginn 5. júní sl. Auk þessa annar fróðleikur sem vert er að kynna sér.