Veiðigjald lækkar í samræmi við versnandi stöðu útgerðarinnar

Í auglýsingu sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út 15. júlí sl. kemur fram að veiðigjald fyrir fiskveiðiárið 6-20-2005 verður 1,53 kr fyrir hvert þorskígildiskílógram úthlutaðra veiðiheimilda eða landaðs afla einstakra tegunda. Á yfirstandandi fiskveiðiári var gjaldið 1,99 kr. Lækkunin er því umtalsverð þar sem búið er að taka tillit til þess að hlutfallið sem notað er til útreiknings hækkaði um 10% verður nú 6,6%. Sú mikla lækkun veiðigjaldsins sem hér er á ferðinni endurspeglar versnandi stöðu útgerðarinnar, þar sem gjaldið er afkomutengt og tekur mið af því sem eftir stendur í rekstrinum þegar búið er að draga launa-, olíu- og annan kostnað frá aflaverðmæti tímabilsins sem hófst 1. maí 2004 og lauk 30. apríl sl. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu hefur olían ein og sér hækkað um 58,6% frá viðmiðun laganna. Það er því kærkomið að sjá þann kostnaðarlið sem veiðigjaldið er lækka.