Nýjung í línuveiðum – beituframleiðsluvél fundin upp

Fyrirtækið „Ísagn“ er aðeins eins og hálfsmánaðar gamalt. Stofnað á Akranesi 18. júní sl. Fimmtudaginn 4. ágúst kynnti fyrirtækið sína fyrstu framleiðslu, beituframleiðsluvél sem hlotið hefur nafnið ÍSAGN. ÍSAGN er vél sem fjöldaframleiðir beitu úr fersku hráefni.
Í ávarpi sem Börkur Jónsson fv. trillukarl á Akranesi, framkvæmdastjóri ÍSAGNSild_3-19-100.jpg flutti að tilefni gangsetningar beituframleiðsluvélarinnar hefur hugmyndin að vélinni átt sinn meðgöngutíma. Í október 2004 var henni hins vegar hrint í framkvæmd. Auk Barkar komu að hönnun og smíði ÍSAGN Sigurður Már Jónsson og Jón Frímansson.
Haraldur Sturlaugsson fékk þann heiður að gangsetja vélina. Ekki var annað að sjá en vélin „svín virkaði“ hver síldin af annarri rann íBeita_4-19-100.jpg gegnum vélina sem klauf hana eftir endilöngu og þverskar svo í passlega beitu.

Ísagn hefur opnað heimasíðu og er slóðin www.isagn.is