Snörp umræða á sér nú stað um byggðakvótann, en í sl. viku tilkynnti sjávarútvegsráðherra um úthlutun hans.
Til upplýsinga er rétt að taka fram að byggðakvótinn samastendur af þorski – 4-5-2 tonn, ýsu – 0-0-1 tonn, ufsa – 376 tonn og steinbít – 121 tonn eða alls 0-0-4 þorskígildi. Ígildin á næsta fiskveiðiári verða 810 fleiri en nú er. Bætt er 328 tonnum við þorskinn (15%), 347 tonnum við ýsuna (53%), ufsinn hækkaður um 107 tonn (40%) og steinbítur um 28 tonn (31%).
Í hádegisfréttum RÚV er haft eftir framkvæmdastjóra LÍÚ að líklegt sé „að mál verði höfðað á hendur ríkinu vegna byggðakvóta og annarra sértækra aðgerða við úthlutun kvóta. Slíkt jafngildi eignaupptöku og standist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrár“.
LS hefur ekki andmælt byggðakvóta, enda telur félagið að hann sé nauðsynlegur til að sátt haldist um stjórnkerfi fiskveiða. Þá er rétt að minna á að byggðakvóti ætti ekki að koma neinum útgerðarmanni á óvart né sú aðferð sem notuð er við úthlutun hans. Þegar ákvörðun er tekin um að bæta við sig veiðiheimildum er það gert með þeim forsendum sem koma fram í lögum um stjórn fiskveiða. Af þessum sökum kemur upphlaup LÍÚ á óvart.
Þá er rétt að taka fram að skýrt er kveðið á um í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Nýtingaréttur sem útgerðarmenn eru stöðugt að berjast um er því „eign“ (innan gæsalappa), en eins og heildarafli getur aukist eða minnkað milli ára.