Nú fer í hönd sá tími þegar svæðisfélög Landssambands smábátaeigenda halda sína aðalfundi. Svæðisfélögin eru 15 talsins, en fyrst þeirra þetta árið til að dagsetja aðalfund var félagið í Reykjavík.
Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur verður haldinn þann 5. september n.k. í kaffistofu trillukarla við Suðurbugt og hefst kl. 20:00. Dagskrá er hefðbundin aðalfundastörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum, en samþykktir aðalfunda eru veganesti þeirra sem veljast á aðalfund LS síðar í haust.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is