Skalli vill banna sumarloðnuveiðar í 5 ár

Skalli – félag smábátaeigenda á Norðurlandi vestra hélt aðalfund sinn sl sunnudag. Meðal ályktana sem fundurinn sendi frá sér var að félagið lýsir áhyggjum á sumarveiðum á loðnu og mælir með að þær verði ekki leyfðar næstu 5 árin.
Undanfarin 2 ár hefur allt síli horfið af miðunum og samfara hefur fugladauði verið mikill. Vísbendingar eru um frá Noregi að áhrif of mikillar sóknar í uppsjávarfisk hafi valdið ætiskorti fyrir sjófugla og leitt til dauða þeirra.
Skrokur_7-22-100.jpg
Mikil óánægja var meðal fundarmanna um aðgerðarleysi sjávarútvegsráðherra varðandi dragnótaveiðar á Skagafirði. Fyrir réttu ári samþykkti sveitastjórn Skagafjarðar að mæla með erindi Skalla og óskum 400 atkvæðabærra manna í Skagafirði að banna dragnótaveiðar innan línu sem dregin væri úr Ketubjörgum í Almennigsnöf. Erindið hafi verið sent til sjávarútvegsráðherra og hann ekki enn orðið við því.
Aðalfundur Skalla samþykkti að ítreka áðursamþykkt erindi.

Hilmar Zophaniasson Siglufirði var endurkjörinn formaður Skalla, en með honum í stjórn eru eftirtaldir:
Eðvald Daníelsson, Hvammstanga
Sigurjón Guðbjartsson, Skagaströnd
Steinn Rögnvaldsson, Skaga
Viggó Einarsson Hofsósi
Ragnar Sighvatsson Sauðárkrókur

Myndin er frá Sauðárkróki