300 bátar nýttu sér línuívilnun á nýliðnu fiskveiðiári

Alls nýttu 300 bátar sér línuívilnun á nýliðnu fiskveiðiári og var afli þeirra skráður í 50 löndunarhöfnum.
Í þorski kom til línuívilnunar 4-9-2 tonn, í ýsu 7-4-1 tonn og steinbít 550 tonn.

Af einstökum höfnum var línuívilnun mest nýtt hjá bátum sem lönduðu í Bolungarvík, en þar bættust 301 tonn af þorski við kvóta bátanna, 147 tonn af ýsu og 84 tonn af steinbít eða alls 532 tonn. Næst mesta línuívilnunin kom í hlut báta sem lönduðu á Ólafsvík 408 tonn – þorskur 215 tonn, ýsa 173 og steinbítur 20 tonn og í þriðja sæti voru bátar sem gerðu út frá Sandgerði með 347 tonn – þorskur 199 tonn, ýsa 144 tonn og steinbítur 5-8-4 tonn. Fast á hæla þessara staða komu Flateyri með 341 tonn, Siglufjörður 316 tonn, Suðureyri 303 tonn, og bátar sem gerðu út frá Skagaströnd fengu 290 tonn í línuívilnun.

Skipting nýttrar línuívilnunar fiskveiðiáranna 4-20-2003 og 5-20-2004 eftir löndunarhöfnum er að finna á slóðinni
http://fiskistofa.is/skjol/frettir/Linuivilnun_e_londunarhofnum_5-20-1409.pdf