Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur var haldinn 5. september sl. Mæting var ágæt og fjöldi mála tekin fyrir og rædd í þaula. Meðal þeirra var að óska eftir tilboði í olíusölu til félagsmanna.
Til aðalfundar LS var samþykkt að beina eftirfarandi:
Að grásleppuveiðar í Faxaflóa hefjist 1. apríl í stað 11. sem var á sl. vertíð.
Að LS athugi réttarstöðu félagsmanna gagnvart samráði olíufélaganna.
Félagið ítrekar fyrri tillögur varðandi hrygningarstopp og ef páskar eru fyrir stopp dragist þeir frá þeim dagafjölda sem tillaga verður gerð um.
Félagið mótmælir harðlega auknum álögum á útgerð smábáta, þar með talið skoðunargjöld björgunarbáta.
Félagið beinir því til aðalfundar LS að unnið verði að því að gjöld taki mið af tímalengd notkunar.
Þá samþykkti aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur að leggja til við 21. aðalfund LS að bannað yrði að nota flottroll við veiðar á síld og loðnu.
Stjórn Smábátafélags Reykjavíkur var öll endurkjörinn, en hana skipa:
Þorvaldur Gunnlaugsson formaður
Guðmundur Jónsson
Jón Friðgeir Magnússon gjaldkeri
Jón Trausti Jónsson
Páll Kristjánsson ritari
Myndin er frá aðalfundinum, fv. Jón Trausti Jónsson, Jón Friðgeir Magnússon og Páll Kristjánsson