Snæfell hélt aðalfund sinn í Grundarfirði sl. sunnudag. Ágæt mæting var á fundinn og líflegar umræður um allt sem viðkemur sjávarútveginum. Meðal áberandi umræðuefna var starfsemi Hafrannsóknastofnunar. Rifjaður var upp stórfundur http://www.smabatar.is/frettir/27-01-2005/449.shtml sem Snæfell boðaði til um reglugerðarlokun í sunnanverðum Breiðafirði. Fundarmenn voru á einu máli um að hann hefði opnað augu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar um mikilvægi þess að standa betur að málum þegar gerð væri tillaga um lokun veiðisvæða. Upp úr umræðum um málið samþykkti fundurinn eftirfarandi:
„Aðalfundur Snæfells félags smábátaeiganda á Snæfellsnesi lýsir yfir
áhyggjum af breytingum í lífríki á grunnslóð. Breytt göngumynstur loðnu
ásamt viðvarandi viðkomubresti sandsílis hefur haft mikil áhrif á
vaxtarhraða og veiðanleika þorsks við Breiðafjörð. Einnig hefur þetta ástand
haft áhrif á varp fugla á svæðinu. Fundurinn lýsir furðu sinni á sinnuleysi
Hafrannsóknastofnunar þegar kemur að rannsóknum á ástæðu fyrir þessum
breytingum. Þrátt fyrir að Hafransóknastofnunn hafi til að bera marga mjög
hæfa vísindamenn á sviði sjávarlíffræði, virðist áhugi og getuleysi vera
allsráðandi þegar kemur að því að útskýra og rannsaka náttúrulegar sveiflur,
og hvort samspil sé á milli veiða og veiðafæra, eins of t.d flottrolls og
sumarveiði á loðnu.
Fundurinn hvetur til að aukinn kraftur sé settur í öflun átu- og svifsýna við
Breiðafjörð þannig að samanburður á grunnþáttum vistkerfisins milli ára sé til
staðar fyrir rannsóknir í framtíðinni.“
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is