Aðalfundur Reyjaness – Gunnar Ari endurkjörinn formaður

Aðalfundur Reykjaness var haldinn í Salthúsinu í Grindavík laugardaginn 2005-09-24. Mæting hefur oft verið betri en fundurinn þó vel yfir löglegum mörkum. Umræður voru málefnalegar og á mörgum málum var tekið.
Mikið var rætt um lokun svæðis utan Sandgerðis og Grindavíkur. Þá var rædd gjaldtaka ýmiss konar og kostnaðarliðir sem hafa hækkað mikið að undanförnu. Á fundinum voru einnig fjörugar umræður um byggðakvóta, línuívilnun, stækkun báta, sameiningu kerfa og fleira. 9 tillögur voru lagðar fram og fengu 7 þeirra brautargengi inn á 21. aðalfund LS sem haldinn verður 14. og 15. október.
Í stjórn voru endurkjörnir: Gunnar Ari Harðarson formaður, Halldór Ármannsson gjaldkeri, Sæmundur Einarsson og Þorlákur Halldórsson. Nýr félagi í stjórn var kjörinn Jón Jóhannsson.
Myndin er af formanni Reykjaness Gunnari Ara HarðarsyniGunanr Ari_8-18-100.jpg