Aðalfundur Reykjaness var haldinn í Salthúsinu í Grindavík laugardaginn 2005-09-24. Mæting hefur oft verið betri en fundurinn þó vel yfir löglegum mörkum. Umræður voru málefnalegar og á mörgum málum var tekið.
Mikið var rætt um lokun svæðis utan Sandgerðis og Grindavíkur. Þá var rædd gjaldtaka ýmiss konar og kostnaðarliðir sem hafa hækkað mikið að undanförnu. Á fundinum voru einnig fjörugar umræður um byggðakvóta, línuívilnun, stækkun báta, sameiningu kerfa og fleira. 9 tillögur voru lagðar fram og fengu 7 þeirra brautargengi inn á 21. aðalfund LS sem haldinn verður 14. og 15. október.
Í stjórn voru endurkjörnir: Gunnar Ari Harðarson formaður, Halldór Ármannsson gjaldkeri, Sæmundur Einarsson og Þorlákur Halldórsson. Nýr félagi í stjórn var kjörinn Jón Jóhannsson.
Myndin er af formanni Reykjaness Gunnari Ara Harðarsyni
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is