Aðalfundur Farsæls í Vestmannaeyjum var haldin sunnudaginn 25. september.
Fundurinn var ágætlega sóttur og umræður líflegar. Eftirtaldar ályktanir voru samþykktar til 21. aðalfundar LS
Veðurathugunarstöð
Fundurinn ítrekar að LS. beiti sér fyrir því að sjálfvirkri veðurathugunarstöð verði komið fyrir á Dyrhólaey eða Reynisfjalli.
Hrygningarstopp nái ekki til handfæraveiða
Fundurinn ítrekar að LS. beiti sér fyrir því að bann við veiðum um hrygningartímann gildi ekki fyrir handfæraveiðar.
Greinargerð:
Það tímabil sem fiskivon á handfæri við suðurströndina er á þeim tíma sem hið svokallaða hrygningarstopp er. Teljum að svo vistvænar veiðar sem handfæri eru skaði ekki hrygningu fisks. Það hlýtur að vera hagsmunamál Eyjamanna að veiða þann kvóta sem bátarnir hafa, sem næst heimahöfn. Kostir: Betra hráefni, minni olíueyðsla, hættuminni sjósókn og aflinn til Eyja.
Veiðar við sæstrengi
Fundurinn vill að bann við veiðum við sæstrengi, ljósleiðara og vatnsleiðslur innan Eyja verði eins og almennt er þ.e. 200 metrar frá streng.
Greinargerð:
Bent skal á að óeðlilega stór svæði inn af Eyjum við og milli strengja, eru lokuð fyrir krókaveiðum. Mjög góð fiskimið eru á hraunhausum á þessu svæði sem nýst gætu smábátum vel má þar nefna Ingimundarklakk, Danskahraun, Presthúsaklakk, Kúksklakk og fleiri standa. Benda má á að staðsetningartæki eru orðin mjög nákvæm.
Kostir: Betra hráefni, minni olíueyðsla, hættuminni sjósókn og aflinn til Eyja.
Flottrollsveiðar
Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra að banna flottrollsveiðar á síld og loðnu.
Loðnuveiðar – styðja nótaívilnun
Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra að banna sumar veiðar á loðnu.
Fundurinn styður tillögur L.S. um nótaívilnun.
Jöfnunarsjóður
Fundurinn styður að uppbótin verði tekin af og úthlutað varanlega.
Mótmæla auknum álögum
Fundurinn mótmælir auknum álögum á smábátaútgerð. Þar á meðal svokölluðu sorpgjaldi sem lagt hefur verið á hlutafélög um smábátaútgerð. (Menn eru líka að borga af bátunum, krónum og heimilinu.).
Stjórn Farsæls
Jóel Andersen var endurkjörinn formaður Farsæls, en með honum í stjórn eru:
Ólafur Már Sigmundsson
Svavar Steingrímsson
Þorkell Húnbogason
Haraldur Hannesson
og til vara Georg Arnarson og Sigurður Elíasson.