Aðalfundur Hrollaugs – andvígur stækkun krókaaflamarksbáta

Aðalfundur Hrollaugs, félags smábátaeigenda á Hornafirði, var haldinn 27.
september 2005 á Víkinni. Að venju var mæting mjög góð og umræður hinar líflegustu. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar.

Banna á notkun flottrolls við loðnuveiðar

Aðalfundur Hrollaugs krefst þess að loðnuveiðar í flottroll verði bannaðar, þar til fyrir liggja óyggjandi sannanir þess að þær séu ekki skaðlegar stofninum. Einnig ætti að banna allar sumarveiðar á loðnu.

Engar sértækar aðgerðir

Fundurinn krefst þess að sértækar aðgerðir svo sem línuívilnun og byggðakvóti verði slegnar af.
Greinargerð: Útfærsla þessara þátta í fiskveiðistjórnunarkerfinu er engan veginn leiðin til sátta um kerfið.

Smáfiskaskiljur

Rannsaka þarf virkni smáfiskaskilja á botntrollum, stórfiskaskilja í flottroll og áhrif þeirra á lífríkið í sjónum.
Greinargerð: Lifir eða deyr það sem þar fer í gegn.

Ekki hrófla við stærðarmörkum

Fundurinn mótmælir öllum hugmyndum um að stærðarmörk báta í krókaaflamarkskerfinu verði færð ofar en 15 tonn.

Formaður Hrollaugs er Snorri Aðalsteinsson og með honum í stjórn eru Elvar Unnsteinsson og Gísli Geir Sigurjónsson.Hofn_0-09-2004Image0014.jpg