Aðalfundur Fonts – vilja alvöru lögreglu

Aðalfundur Fonts var haldinn 24. september sl. á Eyrinni Þórshöfn. Grásleppumál voru fyrirferðamikil á fundinum enda veiddu félagsmenn í Fonti 30% af heildarveiðinni á vertíðinni eða 9-2-2 tunnur. Fundur samþykkti eftirfarandi tillögur til aðalfundar LS, sem hefst á morgun.

Grásleppa – veiðitími taki mið af stofnstærð og markaðsaðstæðum

Grásleppuveiðum verði stýrt með dagafjölda. Hámark 90 dagar á bát á ári. Dagafjöldi fyrir hvert ár ræðst af stofnstærð og markaðsaðstæðum. Fundurinn leggur til að grásleppubátum verði leyft að landa skarkola og skötusel utan kvóta sem meðafla.

Aflamarkinu verði bættar skerðingar

Að smábátum með aflamarki verði bættar miklar skerðingar á undanförnum árum.

Línuívilnun skerði ekki aflaheimildir annarra skipa

Fundurinn leggur til að línuívilnun verði aukin,en skerði samt ekki aflaheimildir annarra skipa. Línuívilnun nái til allra línubáta sem róa í dagróðrum, hvort sem um er að ræða handbeitt eða trektarbeitt.

Beituöflun

Fundurinn leggur til að beituöflun til eigin nota verði látin afskiptalaus eins og hefð er fyrir.

Kolaveiðar

Fundurinn skorar á stjónvöld að leyfa frjálsar kolaveiðar í net.

Lögreglan annist eftirlitið

Aðalfundur Fonts mótmælir því að veiðieftirlitsmönnum Fiskistofu sé fengið í handur lögregluvald án þess að þeir hafi hlotið til þess menntun frá Lögregluskóla ríkisins. Það er álit fundarins að lögreglan eigi að hafa eftirlit með fiskveiðilögunum eins og öðrum lögum, þurfum ekki nema eina lögreglu.Thorshofn_3-23-100.jpgMyndin er frá Þórshöfn