Á aðalfundi LS var eftirfarandi samþykkt sem lítur að uppsjávarveiðum og notkun flottrolls:
Flottrollsveiðar
Aðalfundur LS skorar á sjávarútvegsráðherra að banna nú þegar allar loðnu- og síldveiðar í flottroll, þar til fyrir liggja óyggjandi sannanir þess að þær séu ekki skaðlegar stofnunum.
Greinargerð.
Síldar- og loðnutorfur tvístrast við þessa veiðiaðferð og þær ganga þess vegna ekki inná hefðbundnar gönguslóðir og þar að auki hefur þessi veiðiaðferð slæm áhrif á allt lífríkið.
Loðnuveiðar
Aðalfundur LS skorar á sjávarútvegsráðherra að banna loðnuveiðar nema til manneldis og banna alfarið sumarveiðar á loðnu.
Greinargerð.
Mikið virðist bera á ætisskorti hjá þorski og sjófuglum undanfarin misseri og viljum við að náttúran fái að njóta vafans með áhrif loðnuveiða á æti þessara tegunda.
Rannsóknir á samspili uppsjávarveiða og nýliðunar þorsks
Aðalfundur LS skorar á sjávarútvegsráðherra að rannsóknum verði hraðað á samspili uppsjávarveiða og nýliðunar þorsks.
Fiskaskiljur
Aðalfundur LS skorar á sjávarútvegsráðherra að láta rannsaka virkni smáfiskaskilja á botntrollum og stórfiskaskilja í flottroll og áhrif þeirra á lífríkið í sjónum.
Greinargerð.
Lifir eða deyr það sem þar fer í gegn.
Veiðarfæraívilnun
Aðalfundur LS skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að fellt verði inn í lögin um stjórn fiskveiða ívilnandi ákvæði sem aukið geta virði sjávarfangs.
Þannig mætti t.d. hugsa sér ívilnandi ákvæði til handa þeim sem stunda veiðar á uppsjávartegundum til manneldis á kostnað veiða til mjölframleiðslu.
Myndin er frá aðalfundi LS