Línuívilnun verði aukin og skerði ekki aflaheimildir annarra skipa

Á aðalfundi LS var töluvert rætt um línuívilnun. Fundurinn ákvað að skora á sjávarútvegsráðherra að tegundir í línuívilnun sem ekki nást flytjist alfarið yfir á næsta kvótaár og verði nýttar til hækkunar á þeirri prósentu sem fer til ívilnunar.
Einnig ákvað fundurinn að skora á ráðherra að auka línuívilnun í 25% og skerði ekki aflaheimildir annarra skipa. Línuívilnun nái til allra línubáta sem róa í dagróðrum, hvort sem um er að ræða handbeitningu, trektarbeitningu eða vélarbeitningu. Línuívilnun verði að hámarki 500 þorskígildi í hverri veiðiferð.
Auk þessa er því beint til sjávarútvegsráðherra að einfalda eftirlitskerfi línuívilnunar þannig að símakrókur, eitt af þremur eftirlitskerfum, verði tekinn af og notast verði við sjálfvirka eftirlitskerfið og eftirlit hafna í staðinn.Adalf_2491-100-3.jpgMyndin er frá aðalfundi LS.