Málfundur um öryggismál

Frá því er greint á heimasíðu Siglingastofnunar (sigling.is) að á næstu 4 mánuðum verða haldnir 8 fundir á jafnmörgum stöðum um öryggismál sjómanna. Fyrsti fundurinn verður nk. miðvikudag 2. nóvember í Grundarfirði. Fundarstaður er Fjölbrautaskóli Snæfellinga og hefst fundurinn kl 20. Fundarstjóri verður Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar.
Næstu fundir verða haldnir í nóvember á Ísafirði og Dalvík. Í desember verður fundað á Þórshöfn. Í janúar á Hornafirði og Vestmannaeyjum og í febrúar í Grindavík og Hafnarfirði.
„Málfundir um öryggi sjófarenda eru haldnir að tilhlutan verkefnisstjórnar áætlunar um öryggi sjófarenda. Að henni standa samgönguráðuneyti, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæsla Íslands, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssamband smábátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Vélstjórafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og Siglingastofnun sem fer með framkvæmd áætlunarinnar.“
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundina og fræðast um það sem hæst ber í öryggismálum sjómanna.
Nánar um fundinn á Grundarfirði:

http://www.sigling.is/shared/FileGallery/SharedFiles/Oryggismal/Ymislegt/Fundur%20Grundarfj%20nov%2005.pdf