Breytingar á veðurfregnum

Veðurstofa Íslands (www.vedur.is) sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í dag.
„Frá og með 1. nóvember 2005 verða gerðar breytingar á útgáfutíma veðurspáa frá Veðurstofunni. Breytingar eru gerðar til að laga gerð og miðlun veðurspáa að þeim tímum sem nýjustu tölvureiknaðar veðurspár eru tilbúnar. Um leið og spárnar eru tilbúnar eru þær gerðar almenningi aðgengilegar á vef Veðurstofunnar: www.vedur.is, á textavarpi RÚV og á símsvara Veðurstofunnar (0-06-902). Er þetta einnig liður í þeirri stefnu Veðurstofunnar að koma veðurspám sem fyrst í þá miðla sem mest eru notaðir nú orðið. Veðurspárnar verða einnig lesnar á RÚV eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Rétt er að geta þess að í veðurfregnatíma á RÚV rás 1 kl. 16:08 verður veðurlýsing fyrir nokkrar strandstöðvar í kringum landið lesið ásamt stuttri landspá og veðurhorfum næstu daga. Lestur stuttra veðurspáa í samtengdum fréttatímum á RÚV verður með óbreyttu sniði.
Eftir breytingar gildir eftirfarandi:

Veðurspá fyrir mið og djúp:

Tilbúin spá* Gildistími spár Lesin í RÚV

kl. 01:00 næsti sólarhringur rás 1 og 2 kl. 01:03
kl. 04:15 næsti sólarhingur rás 1 og 2 kl. 04:30
kl. 05:30 til kl. 18 daginn eftir rás 1 kl. 06:45
kl. 11:30 til kl. 18 daginn eftir rás 1 kl. 12.45
kl. 17:30 til kl. 24 daginn eftir
kl. 22:10 til kl. 24 daginn eftir rás 1 kl. 22:10

Veðurspá fyrir landið:

Tilbúin spá* Gildistími spár Lesin í RÚV
kl. 06:30 til kl. 18 daginn eftir rás 1 kl. 06:45
kl. 10:00 til kl. 18 daginn eftir rás 1 kl. 10:03 og kl. 12:45
kl. 18:30 til kl. 24 daginn eftir
kl. 22:10 til kl. 24 daginn eftir rás 1 kl. 22:10

* Tími sem veðurspá er komin á www.vedur.is, textavarp RÚV og símsvarann“