Málstofa Hafró verður að venju nk. föstudag 4. nóvember kl. 12.30. Í tilkynningu frá Hafró mun Jónas P. Jónasson flytja erindi sem hann nefnir „Áhrif umhverfisþátta á útbreiðslu og afkomu þorskungviðis árin 1-20-1998.“ Erindið verður flutt í fundarsal á 1. hæð Skúlagötu 4 og eru allir velkomnir.
Á heimasíðu stofnunarinnar er eftirfarandi um erindið: „Almennt er talið að meginhrygning þorsks fari fram við suðurströndina og að egg/lirfur reki með strandstraumnum vestur fyrir Reykjanes og síðan norður með Vesturlandi í átt að uppeldisstöðvunum fyrir Norðurlandi. Rek lirfanna norður fyrir land er talið skipta miklu máli fyrir góða afkomu þeirra. Þannig er talið að lífslíkur lirfanna séu bestar og þar með mestar líkur á góðri nýliðun þegar mikið lirfurek er norður fyrir land og ástand lífríkis þar gott, en að þessu sé öfugt farið þegar lirfurekið er lítið. Á árunum 1-20-1998 voru farnir nokkrir leiðangrar hvert ár til að kanna útbreiðslu, magn og ástand lirfa á rekslóðinni. Öll árin var farið í leiðangur vestur af landinu í júní þar sem upplýsingar fengust um 2-4 vikna gamlar lirfur á rekleiðinni frá hrygningarslóðum til uppeldisstöðva. Útbreiðsla og magn lirfa var mjög breytileg eftir árum. Flest allar lirfurnar fundust í sjógerðum er einkenndust af lágri seltu og hár sjávarhiti hafði jákvæð áhrif á vöxt og viðgang lirfanna.“
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is