Í gær sendi umboðsmaður Alþingis frá sér álit á málefnum tveggja eigenda fyrrum sóknardagabáta. Eigendurnir höfðu kvartað yfir því að fá ekki uppreiknaðan kvóta á grundvelli þess að þeir höfðu á viðmiðunarárunum verið að endurnýja bátana í því skyni að auka sóknargetu þeirra. Fiskistofa og síðar ráðuneytið höfnuðu beiðni þeirra og byggðu ákvörðun sína á að þeir einir fengju uppreiknaðan kvóta sem skipt höfðu um báta á viðmiðunarárunum og sóknargeta nýs báts hafi auðsjáanlega verið meiri en eldri bátsins.
Umboðsmaður vitnar í áliti sínu til breytinga sem meirihluti sjávarútvegsnefndar lagði til á frumvarpinu. Breytingin leiddi af sér það ákvæði í lögunum sem ágreiningur sjávarútvegsráðuneytisins og eigenda sóknardagabátanna snérist um. Ákvæðið er eftirfarandi:
„Taka skal tillit til áætlaðrar aflaaukningar, allt að 20 lestum í þorski á hvern bát, miðað við óslægðan fisk, vegna aukningar afkastagetu sóknardagabáta vegna endurnýjunar þeirra á fiskveiðiárinu 3-20-2002 eða á fiskveiðiárinu 4-20-2003 fram til 28. maí 2004, enda hafi sóknargetan ekki nýst til myndunar aflareynslu samkvæmt nánari reglum er ráðherra setur.“
Í áliti umboðsmanns er einnig vitnað til þess sem kemur fram í nefndaráliti meirihluta sjávarútvegsnefndar um ákvæðið:
„„Sérstakt ákvæði er um viðbótarhlutdeild sem svarar allt að 20 lestum í krókaaflamarki til að bæta stöðu þeirra útgerða sem nýlega hafa endurnýjað báta sína þar sem sóknargetan hefur ekki nýst til að mynda aflareynslu. Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.““
Í rökstuðningi í áliti umboðsmanns vitnar hann m.a. til fyrirspurnar sem varaformaður sjávarútvegsnefndar, Kristinn H. Gunnarsson, beindi til sjávarútvegsráðherra. Orðrétt segir í álitinu:
„„Ég vil, herra forseti, að endingu beina fyrirspurn til hæstv. sjútvrh. varðandi ákvæði í brtt. Þar er tekið fram að til að mæta þeim útgerðum sem hafa nýlega fjárfest geti þær fengið allt að 20 lestum aukalega á hvern bát, aukið endanlegan kvóta sinn sem því nemur, til að gefa mönnum kost á að afla sér tekna til að standa undir þeim skuldbindingum sem þeir hafa tekist á hendur. Við svona breytingar verður að gæta að því. Það er ábyrgðarhluti að setja lög sem kippa fótunum undan fjárfestingum manna miðað við þau lög sem áður hafa verið í gildi. Er það ekki rétt skilið hjá mér að þetta ákvæði eigi við líka um þá útgerðarmenn sem hafa keypt sér bát á þessum tíma, alveg eins og þá útgerðarmenn sem hafa bætt bát sinn og fjárfest þess vegna eða skipt um bát? Það eru sambærilegar aðstæður og hjá manni sem hefur nýlega hafið útgerð og keypt bát og daga. Það eru miklir peningar í því líka, herra forseti, sem menn þurfa að takast á hendur að borga ef menn hefja útgerð í dagabátakerfinu. Menn þurfa auðvitað að hafa útgönguleið fyrir fjárfestingar sínar við þær aðstæður. Ég spyr því hvort sé ekki rétt skilið hjá mér að þetta ákvæði í tillögunum eigi við um þessar aðstæður.“ (Alþt. 4-20-2003, B-deild, dk. 2-84-8451.)
Sjávarútvegsráðherra svaraði þessari fyrirspurn með svofelldum hætti: „Herra forseti. Hv. þm. beindi spurningu til mín. Svarið er að miðað við sambærilegar aðstæður og skilgreiningar brtt. þá verður tekið á sama hátt á þeim aðilum sem þarna eiga í hlut. Þeir fá sams konar úrlausn sinna mála.“ (Alþt. 4-20-2003, B-deild, dk. 8452.)
Fyrirspyrjandinn brást svo við þessu svari ráðherrans: „Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr svör í þessum efnum. Þá hefur skilningur minn á þessu verið réttur.“ (Alþt. 4-20-2003, B-deild, dk. 8452.)
Málflutningur þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðunum, en það voru einkum nefndarmenn í sjávarútvegsnefnd, bendir til þess að þeir hafi skilið ákvæðið svo að það tæki jafnt til þeirra tilvika þegar nýr bátur kæmi í stað gamals og þegar gerðar hefðu verið breytingar og endurbætur á báti.“
Í niðurstöðu álits umboðsmanns Alþingis segir: „að sú merkins hugtaksins „endurnýjun““, „sem sjávarútvegsráðuneytið lagði til grundvallar í úrskurðum sínum í málum A ehf. og B, eigi sér ekki stoð í lögum.“ og síðar segir: „Eru það tilmæli mín til sjávarútvegsráðuneytisins að það taki mál A ehf. og mál B til endurskoðunar komi fram ósk þess efnis frá þeim og taki þá mið af þeim sjónarmiðum sem rakin eru í áliti þessu.““
Álitið í heild, slóð: http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1125&Skoda=Mal