Fréttatilkynning frá Hafrannsóknastofnun: „Þorskstofninn er mikilvægasti nytjastofn þjóðarinnar. Skoðanaskipti og umræða um þorskrannsóknir og nýtingu stofnsins eru nauðsynleg og því efnir Hafrannsóknastofnunin, á 40 ára afmælisári sínu, til málþings í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið undir yfirskriftinni: Nýliðun og framleiðslugeta þorskstofnins.
Á þinginu flytja innlendir og erlendir sérfræðingar í þorskrannsóknum erindi um rannsóknir sínar, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Málþingið er liður í þeirri eflingu umræðu um fiskifræðileg málefni, sem Hafrannsóknastofnunin hefur beitt sér fyrir undanfarið – m.a. með reglulegum fundarferðum um landið, greinaskrifum og öflugri upplýsingamiðlun.
Málþingið verður nk. mánudag 7. nóvember á Grand Hótel í Reykjavík og stendur frá kl. 13.00 til 17.15. Allir eru velkomnir.
Dagskrá:
Setning málþings 13-00-13:10
Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra
Hrygningarstofn og nýliðun þorsks við Ísland 13-10-13:35
Björn Ævarr Steinarsson, Hafrannsóknastofnunin
Er samband á milli stærðar hrygningarstofns og nýliðunar- 13-35-14:00
þorskstofnar í Norður Atlanshafi
Ransom A. Myers, Dalhousie University, Halifax, Kanada
Fyrirspurnir og umræður 14-00-14:20
Kaffihlé 14-20-14:35
Þorskstofninn við austurströnd Kanada – stærð 14-35-15:00
hrygningarstofns, útbreiðsla og afföll
Michael Sinclair, Bedford Institute of Oceanography,
Kanada
Mikilvægi stofneininga og samsetning hrygningarstofns 15-00-15:25
Guðrún Marteinsdóttir, Háskóli Íslands
Þorskur við Færeyjar – hrygningarstofn og nýliðun 15-25-15:50
S. Hjalti í Jákupsstovu, Fiskirannsóknastovan, Þórshöfn,
Færeyjar
Áhrif veiða á lífssögu þorsks 15-50-16:15
Guðmundur Þórðarson, Hafrannsóknastofnunin
Kaffihlé 16-15-16:30
Umræður og fyrirspurnir 16-30-17:10
Samantekt og fundarslit 17-10-17:20
Jóhann Sigurjónsson, Hafrannsóknastofnunin
Móttaka í boði sjávarútvegsráðherra 17:30
Fundarstjóri: Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstj. Ísafjarðarbæjar