Í skýrslu framkvæmdastjóra LS á aðalfundi félagsins kom m.a. fram að krókaaflamarksbátum sem úthlutað hefði verið hlutdeild í þorski hefði fækkað um 113 á einu ári. Á heimasíðu Fiskistofu má nú lesa að fækkunin hafi nær eingöngu verið hjá fyrrum sóknardagabátum. Þannig hafa allar aflaheimildir verið fluttar af 108 fyrrum sóknardagabátum til krókaaflamarksbáta.
Fiskistofa greinir frá því að fyrrum sóknardagabátar hafi á sl. fiskveiðiári veitt 3-8-2 tonn af þorski en heimild þeirra hafi verið 2-7-7 tonn. Greinilegt er á þessum tölum að sú ákvörðun að leggja niður sóknardagakerfið hefur leitt til þess að færri stunda nú fiskveiðar en áður var.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is