Einn liður í 40 ára afmælishátíð Hafrannsóknastofnunar er að bjóða landsmönnum upp á kynningarfundi. Í frétt á heimasíðu Hafró ( www.hafro.is )er vakin athygli á fundunum sem hefjast á morgun 10. nóvember en þá verður fundað í Vestmannaeyjum. Í kynningu segir eftirfarandi: „Á næstu vikum boðar stofnunin til opinna kynningar- og umræðufunda um haf- og fiskirannsóknir og ráðgjöf stofnunarinnar í bæjar- og sveitarfélögum við sjávarsíðuna. Tilgangurinn er að styrkja tengsl stofnunarinnar við þá sem vinna við sjávarútveg, útskýra eðli rannsóknanna, niðurstöður og ráðgjöf stofnunarinnar. Þá telur stofnunin ekki síður nauðsynlegt að vera í lifandi sambandi við þá sem sækja sjóinn svo virkja megi þekkingu þeirra í rannsóknunum.
Dagsetning Fundarstaður
10. nóvember Höllin – Vestmannaeyjum kl. 20.00
11. nóvember Kiwanishúsið – Þorlákshöfn kl. 17.00
13. nóvember Kaffi Krókur – Sauðárkróki kl. 20.00
14. nóvember Safnaðarheimilið – Dalvík kl. 16.30
14. nóvember Hótel Húsavík – Húsavík kl. 20.30
15. nóvember Félagsh. Miklagarði – Vopnafirði kl. 20.00
16. nóvember Hótel Egilsbúð – Norðfirði kl. 20.00
17. nóvember Þróunarsetur Vestfjarða – Ísafirði kl. 20.00
18. nóvember Íþróttahúsið – Tálknafirði kl. 20.00
21. nóvember Grindavík kl. 20.00
22. nóvember Samkomuhúsið – Grundarfirði kl. 20.00
30. nóvember Hótel Höfn – Hornafirði kl. 20.00“
Á fundina eru allir velkomnir og félagsmenn hvattir til að fjölmenna og nema fróðleik frá sérfræðingum Hafró, ásamt því að láta skoðanir sínar í ljós og koma með ábendingar um það sem betur má fara.
Áhugavert
Dagatal LS 2019
Bæklingur LS
NASBO Brochure
Veður
Gæðamál
Hvað þarf mikinn ís til að kæla aflann?
Upprunamerki: Iceland Responsible Fisheries
Virkt skipakort
Landssamband smábátaeigenda
Hverfisgötu 105
101 Reykjavík
Sími: 552 7922
ls@smabatar.is