Meira veitt af ýsu en þorski

Það vekur athygli þegar rýnt er í bráðabirgðatölur Fiskistofu að krókaaflamarksbátar hafa á fyrstu tveim mánuðum fiskveiðiársins veitt meira af ýsu en þorski. Ýsuafli þeirra er kominn yfir fjögurþúsund tonn – 6-0-4 tonn, en af þorski veiddust 5-9-3 tonn. Ýsuaflinn nú er rúmum fjórðungi meiri en hann var á sama tímabili á sl. fiskveiðiári, eða 865 tonn. Hins vegar var lítil aukning í þorskafla krókaaflamarksbáta, aðeins 99 tonn, 2,5%.