Sjófuglar – fyrirspurn á Alþingi

Í síðustu viku lagði Mörður Árnason (S) fram fyrirspurn um sjófugla til umhverfisráðherra Sigríðar Önnu Þórðardóttur (D). Mörður fylgir þar eftir fyrirspurn sem hann fékk svarað 16. febrúar sl. og fjallað hefur verið um hér á heimasíðunni. http://www.smabatar.is/frettir/14-11-2005/657.shtml

Fyrirspurn Marðar er eftirfarandi:
„Hvað líður því samstarfi Náttúrufræðistofnunar, Hafrannsóknastofnunarinnar og Háskóla Íslands um sjófuglarannsóknir sem ráðherra hét 16. febrúar sl. að beita sér fyrir?

Hverjar eru skýringar sérfræðinga í stofnunum umhverfisráðuneytisins á því að varp kríu gekk óvenjulega illa á Suður- og Vesturlandi í vor og að stofnar stuttnefju, langvíu og fleiri svartfugla virðast ekki munu rétta úr kútnum?

Telur ráðherra loftslagsbreytingar orsök þess að stofnar sjófugla hér og við grannlönd okkar breytast svo hratt sem raun ber vitni?“

Fylgst verður með svari umhverfisráðherra og það ásamt umræðum birt hér á síðunni.