Lagt til að „Jöfnunarsjóði“ verði úthlutað varanlega

Dreift hefur verið á Alþingi stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Í því mælir sjávarútvegsráðherra með að sérreglur sem gilt hafa um árlega úthlutun á 0-0-3 lestum af þorski (Jöfnunarsjóður) verði felldar úr gildi. Í staðinn verði því aflamagni úthlutað sem þorskaflahlutdeild frá og með næsta fiskveiðiári. Í athugasemdum við frumvarpið segir um útreikning þeirra til aflahlutdeildar:

„Við útreikning þeirrar aflahlutdeildar verði reiknigrunnur hvers úthlutunarréttar meðaltal þess aflamarks sem úthlutað hefur verið á grundvelli viðkomandi réttar á fiskveiðiárunum 2005-2000-1999/2006, að báðum árum meðtöldum, þó þannig að skerða skal meðaltalið hlutfallslega miðað við lækkun leyfilegs heildarafla í þorski milli fiskveiðiáranna 0-20-1999 og 6-20-2005. Leyfilegt aflamark í þorski var á fiskveiðiárinu 250-2000-1999 þús. lestir en er á yfirstandandi fiskveiðiári 198 þús. lestir og þykir rétt að miða við fyrrnefnda árið þegar fyrst kom til úthlununar samkvæmt þessu ákvæði. Aflahlutdeild hvers fiskiskips er síðan reiknuð út frá reiknigrunni þess sem hlutfall af úthlutuðu aflamarki fiskveiðiársins 6-20-2005 í þorski. Ræðst það síðan af leyfilegum heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu 7-20-2006 hvað aflahlutdeildin gefur á því ári.“

Í athugasemdum með frumvarpinu er sérstaklega tekið fram að breytingin muni ekki raska þorskveiðiaflaheimildum einstakra fiskiskipa þar sem 0-0-3 tonna úthlutunin hafi alltaf verið dregin frá leyfilegu heildaraflamarki í þorski áður en úthlutun hvers árs hefur farið fram.