Línan á mikilli siglingu upp á við – hlutur þorskaneta og handfæra fer minnkandi

Í kjölfar umræðna síðast liðinna vikna um bágt ástand þorskstofnsins er ekki úr vegi að skyggnast örlítið í hver þáttur einstakra veiðarfæra hefur verið í lönduðum þorskafla. Skoðuð eru sl. 5 fiskveiðiár 2000 / 2001 til og með 2004 / 2005.

Botntroll

Í upphafi þessa tímabils var hlutur botntrolls 41,5%, náði hæst 45% 2002 / 2003 en var 43,9% á sl. fiskveiðiári.
Af þorski veiddum með botntrolli var mestu landað fiskveiðiárið 2002 / 942-97-2003 tonnum

Lína

Hlutdeild línunnar í lönduðum þorskafla tók stökk upp á við fiskveiðiárið 2003 / 2004 var þá tæpur fjórðungur og bætti enn við sig á sl. fiskveiðiári þegar hlutdeild hennar var rétt innan við 30%. Á fyrstu 3 árum tímabilsins rokkaði hlutdeildin kringum 20%.
Mest var landað í tonnum talið á sl. ári 9-8-64.

Þorskanet

Hlutdeild þeirra í lönduðum þorskafla hefur minnkað jafnt og þétt á tímabilinu. Í upphafi þess var hún 23,3%, en var á síðasta ári aðeins 15,7%.
Á fyrsta ári tímabilsins var landað mestum þorski veiddum í net 0-7-52 tonn

Handfæri

Þar er um mikla sveiflu niður á við að ræða. Hæst fór hlutdeild þeirra í 8,6% fiskveiðiárið 2001 / 2002, var 6,6% 2003 / 2004 og á sl. fiskveiðiári var hlutur þeirra aðeins 3,6%.
Fiskveiðiárið 2001 / 2002 var drýgst hjá handfærabátum 6-1-19 tonnum landað.

Dragnót

Hlutur hennar í lönduðum þorskafla hefur haldist stöðugur á tímabilinu. Mestur var hann 2002 / 2003 rúm 7% en lægstur á sl. fiskveiðiári rúm 6%.
Landaður þoskafli veiddum með dragnót var mestur 2003 / 244-15-2004 tonn

Aflatölur fengnar frá Fiskistofu