Í dag var birt á Alþingi svar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar (D) um dragnótaveiðar í Faxaflóa. Í svarinu kemur fram afli dragnótabáta sem hafa „flóaleyfi“, sundurgreindur eftir bátum, fiskitegundum, löndunarhöfnum á árunum 2001, 2002, 2003 og 2004.
Fjölmargt í svarinu vekur athygli, t.d. að ýsuafli bátanna eykst úr nánast ekki neinu í 54,7 tonn, sama er að segja um steinbítsaflann hann fimmfaldast úr 3 í 15 tonn. Þorskafli bátanna var 73 tonn 2001 en var 91,5 tonn árið 2004, mestur var hann 2003, 6-2-1 tonn.
Heildarafli dragnótabáta með „flóaleyfi“ á árinu 2004 var 1-9-1 tonn, sem var sá lægsti á þeim fjórum árum sem svarið náði til. Á því ári stunduðu 14 bátar veiðarnar. Samanlagður afli bátanna í þorski, ýsu og steinbít árið 2004 var 5-1-1 tonn.
Sjá nánar: http://www.althingi.is/altext/132/s/0422.html