Landssamband smábátaeigenda 20 ára

Í dag eru liðin 20 ár frá stofnun LS. Af því tilefni verður hér birt fundargerð frá 5. desember 1985:
„Stofnfundur 5. desember 1985.
Fimmtudaginn 5. desember 1985 var haldinn stofnfundur Landssambands smábátaeigenda í Borgartúni 6 Reykjavík.

Gerðir fundarins:
1. Formaður undirbúningsnefndar Arthur Bogason setti fundinn og hélt hvatningaræðu.

2. Fram kom tillaga um tvo fundarstjóra þá Sveinbjörn Jónsson og Þórð Ásgeirsson og voru þeir sjálfkjörnir.
Einnig kom fram tillaga um tvo fundarritara þá Ólaf Jónsson og Hallstein Friðþjófsson og voru þeir sjálfkjörnir.

3. Að lokinni kosningu starfsmanna fundarins voru almennar umræður. Til máls tóku:
Sveinbjörn Jónsson og fjallaði hann um smábátaútgerð og gildi hennar og stöðu í þjóðfélaginu, ásamt mikilvægi þess að menn standi saman.
Albert Tómasson talaði um óréttlæti þess kerfis sem nú gildir og einnig um skiptingu milli atvinnumanna og tómstundamanna og gildi þess að draga fisk úr sjó sem frjálsir menn. Einnig þakkaði Albert, Arthuri Bogasyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf við stofnun landssambandsins.
Ólafur Davíðsson talaði um það að frumvarp um stjórn sjávarútvegsmála yrði rætt nú þegar til þess að tími gæfist til að ræða það fyrir kaffihlé.
Magnús Sveinsson sagðist hafa verið á móti stofnun landssambandsins, en nú væri málum þannig komið að lífsspursmál væri að landssambandið yrði sterkt og sjálfstætt.
Skarphéðinn Árnason þakkaði þær ræður sem fluttar hafa verið og lagði síðan áherslu á það atriði, að fá að vera kóngur í ríki sínu en það væri einmitt það sem trillusjómaðurinn væri.
Því næst taldi hann nauðsynlegt að allir trillusjómenn yrðu sameinaðir, en þá mundu þeir hrinda af sér þeim afarkostum sem þeir búa nú við.
Sveinbjörn Jónsson fundarstjóri ræddi um væntanlegt stjórnarkjör og kosningu embættismanna. Hann mæltist til þess að kosnir yrðu 7 menn í aðalstjórn og sjö til vara.
Albert Tómasson taldi 5 manna stjórn nægjanlega fjölmenna.
Nokkrar umræður urðu um þetta en að lokum var ákveðið að uppstillinganefnd tilnefni 7 menn í aðalstjórn og 7 til vara.

4. Gylfi Gautur Pétursson kynnti 9. grein í frumvarpi sjávarútvegsráðherra um stjórnun fiskveiða og urðu um málið miklar umræður á köflum allsnarpar.

5. Kosning nefnda
Fundarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögur:
Uppstillinganefnd:
Aðalbjörn Sigurlaugsson, Hallsteinn Friðþjófsson, Bernódus Halldórsson, Þorsteinn Ragnarsson, Hreinn Hreinsson, Ólafur Davíðsson, Ólafur Jónsson.
Laganefnd:
Jón Sæmundsson, Sveinbjörn Jónsson, Albert Tómasson.
Sjávarútvegsnefnd:
Sigurður Gunnarsson, Áki Guðmundsson, Ragnar Guðjónsson, Hilmar Sigurbjörnsson, Skarphéðinn Árnason.
Öryggis- og trygginganefnd:
Skjöldur Þorgrímsson, Ásbjörn Magnússon, Sæmundur Einarsson.
Fjármálanefnd:
Arthur Bogason, Valdimar Samúelsson, Þórður Ásgeirsson.

Allar þessar nefndir voru sjálfkjörnar og er fundarmönnum að auki frjálst að skrifa sig í hverja þá nefnd sem þeir vilja vinna með.

6. Kaffihlé
Er hér var komið fundinum var tekið 20 mínútna kaffihlé.

7. Nefndastörf
Er kaffihléinu lauk kl 16:20 var gefið fundarhlé til nefndastarfa og lauk því kl 18:40.

8. Álit fjármálanefndar
Að loknum nefndastörfum var tekið til umræðu álit Fjármálanefndar, sem Þórður Ásgeirsson kynnti.
Miklar umræður urðu um tillögurnar og laun framkvæmdastjóra og árgjald til landssambandsins.
Að umræðum loknum var nefndarálitið samþykkt ásamt 1000 kr. inntökugjaldi.

9. Álit öryggis- og trygginganefndar
Skjöldur Þorgrímsson gerði grein fyrir nefndaráliti. Nokkrar umræður urðu um þetta mál og sérstaklega um það að fleiri strandstöðvar útvarpi verðurfregnum kl 07. Var álitið síðan samþykkt með áorðnum breytingum.

10. Álit laganefndar
Sveinbjörn Jónsson gerði grein fyrir nefndaráliti og urðu um það miklar umræður og fram komu nokkrar breytingatillögur og voru þær samþykktar og lögin síðan samþykkt sem heild.

11. Álit sjávarútvegsnefndar
Sigurður Gunnarsson gerði grein fyrir nefndaálitinu og var það samþykkt eftir miklar umræður með smávegis breytingum.

12. Kosningar
Hallsteinn Friðþjófsson gerði grein fyrir tillögum uppstillinganefndar.
Arthur Bogason var kosinn formaður með lófaklappi.
Haraldur Jóhannsson var kosinn varaformaður með lófaklappi.
Í stjórn voru kosnir:
Skjöldur Þorgrímsson, Sveinbjörn Jónsson, Albert Tómasson, Sigurður Gunnarsson og Birgir Albertsson og voru þeir sjálfkjörnir.
Í varastjórn voru kosnir:
Kristjón Guðmannsson, Hilmar Sigurbjörnsson, Áki Guðmundsson, Skarphéðinn Árnason, Guðjón Guðmundsson, Sævar Einarsson og Þröstur Kristófersson.
Endurskoðendur voru kosnir:
Einar Jónsson og Valdimar Samúelsson.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl 01:05
Hallsteinn Friðþjófsson

Aðalbjörn Sigurlaugsson, Bernódus Halldórsson, Hjálmar Eyþórsson, Birgir Albertsson, Guðjón Guðmundsson, Valdimar Samúelsson, Hilmar Sigurbjörnsson, Árni St. Björnsson, Sævar Einarsson, Yngvi Árnason, Þröstur Kristófersson, Ólafur Jónsson, Arthur Bogason, Sigurður Gunnarsson, Jón Sæmundsson, Þórður Ásgeirsson, Kristjón Guðmannsson, Þorsteinn Ragnarsson, Skjöldur Þorgrímsson, Eymar Einarsson, Svavar Gunnþórsson, Jón Guðmundsson, Hreinn Hreinsson, Magnús Sveinsson, Ólafur Davíðsson, Áki Guðmundsson, Sæmundur Einarsson, Tryggvi Högnason, Sveinbjörn Jónsson, Ragnar Guðjónsson, Albert Tómasson, Skarphéðinn Árnason, Haraldur Jóhannsson.