Bolungarvík trónir á toppnum

Nýverið svaraði sjávarútvegsráðherra fyrirspurn Adolfs H. Berndsens (D) um afla krókabáta sl. 5 fiskveiðiár. Í svarinu kemur m.a. fram að öll árin hefur mestum afla krókabáta verið landað í Bolungarvík. Fiskveiðiárið 1-20-2000 sem var met aflaár hjá krókabátum lönduðu þeir 8-0-7 tonnum í Bolungarvík, sem jafngilti 11,2% af heildarafla þeirra það árið. Það ár ásamt næstu fjórum voru 3 af 5 hæstu löndunarstöðunum á Vestfjörðum.

Suðureyri er í öðru sæti 1-20-2000 og því þriðja næstu 2 árin, fellur svo niður í 4. sæti 4-20-2003, en er ekki meðal 5 hæstu á sl. fiskveiðiári.
Sandgerði og Ólafsvík hafa jafnt og Bolungarvík verið meðal fimm hæstu á þessu fimm ára tímabili. Sandgerði í öðru sæti sl. tvö fiskveiðiár næst á undan Ólafsvík sem var í öðru sæti fiskveiðiárið 2-20-2001.
Tálknafjörður er meðal fimm hæstu hafnanna fyrstu 2 ár tímabilsins og Flateyri næstu tvö ár þ.e. 3-20-2002 og 4-20-2003.

Eftirtektarvert er að tvær nýjar löndunarhafnir eru meðal fimm efstu á sl. fiskveiðiári, Siglufjörður og Skagaströnd. Afli sem krókabátar lögðu upp á Siglufirði hefur tífaldast á 5 árum, var aðeins 387 tonn fiskveiðiárið 1-20-2000 en á sl. ári endaði hann í 9-8-3 tonnum og á Skagaströnd hefur hann þrefaldast á sama tímabili farið úr 1-1-1 tonni í 8-6-3 tonn.

Sjá nánar: http://www.althingi.is/altext/132/s/0468.html