Stækkun grásleppuleyfa fellur úr gildi um áramót
Vakin er athygli á að samkvæmt reglugerð um hrognkelsaveiðar verður óheimilt frá og með 1. janúar 2006 að flytja grásleppuleyfi á stærri bát en leyfið er flutt frá.
Athugið að gildandi ákvæði um stækkun grásleppuleyfis um allt að 2,5 brúttótonn fellur því úr gildi 31. desember nk.
Skýrsluskil forsenda fyrir grásleppuveiðileyfi
Fiskistofa hefur sent út tilkynningu til grásleppuveiðimanna þar sem vakin er athygli á því að enn hafa þó nokkrir bátar sem voru með leyfi til grásleppuveiða á vertíðinni 2005 ekki skilað inn uppgjörsblöðum fyrir veiði þessa árs. Bent er á að grásleppuveiðileyfi fyrir árið 2006 verður ekki veitt fyrr en endanleg skýrsluskil vegna ársins 2005 hafa borist til Fiskistofu.