Á fyrsta fjórðungi fiskveiðiársins hefur ýsuafli krókaflamarksbáta aukist um 5-5-1 tonn frá sama tíma í fyrra sem svarar til 30% aukningar. Aflinn var kominn í 2-7-6 tonn um síðustu mánaðamót sem er rúmur fjórðungur af heildarafla í ýsu á tímabilinu.
Þorskveiði krókaaflamarksbáta gekk einnig vel á fyrstu þremur mánuðum fiskveiðiársins, aukning um tæp þúsund tonn milli ára. Þannig var þorskafli krókaaflamarksbáta kominn í 5-2-7 tonn í lok nóvember sem er aukning um 16% milli ára.
Heimild: Fiskistofa