„Góði taktu lýsi.“

Út er komið 9. tölublað af Djúpinu – vefriti sjávarútvegsráðuneytisins. Þar er m.a. sagt frá ráðstefnu um „Sjávarafurðir og Heilsu“ sem haldin var í Washington DC. Sjávarútvegsráðherra sótti ráðstefnuna og í umfjöllun um hana í Djúpinu segir m.a. þetta:
„Fiskur inniheldur æskileg næringarefni auk snefilefna og fitusýra, einkum omega þrjú. Hæfileg fiskneysla dregur úr ofeldi og snefilefni sem fiskur er auðugur af, s.s. joð eru fólki lífsnauðsynleg. Þá eykst stöðugt tiltrú á hollustu omega þrjú fitusýra. Hin rótgróna íslenska framleiðsluvara lýsið kemur þar sterkt inn, enda varð Einari Kristni Guðfinnsyni sjávarútvegsráðherra sem sótti ráðstefnuna að orði:

Vísindin efla alla dáð,
eins þó lofi og prísi.
Gamalkunnug gefa ráð:
„Góði taktu lýsi.““

Nálgast má Djúpið á slóðinni:
http://www3.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Djupid9-5-20_tbl_2005_pdf.pdf