Á morgun er mikill útgáfudagur hjá Landssambandi smábátaeigenda. Fyrst er þar að telja Brimfaxa – félagsblað LS. Þá almanakið 2006 með afar kræsilegum uppskriftum og síðast en ekki síst, fréttabréf LS þar sem birtar eru ályktanir 21. aðalfundar félagsins.
Meðal efnis í Brimfaxa er:
Afmæliskveðja frá sjávarútvegsráðherra til LS – sjávarútvegurinn er atvinnugrein framtíðarinnar.
Áhrif umhverfisþátta á útbreiðslu og afkomu þorsklirfa 1998 – 2001 – Jónas Páll Jónasson og Guðrún Marteinsdóttir frá Háskóla Íslands og Björn Gunnarsson frá Hafrannsóknastofnun
Ræða sjávarútvegsráðherra frá 21. aðalfundi LS og svör hans við fyrirspurnum fundarmanna.
Umfjöllun um Grindavík ásamt hugleiðingu heimamanns – Gunnars Ara Harðarsonar.
Tíminn vinnur með trillukörlum og konum – Svanfríður Inga Jónasdóttir
Skýrsla framkvæmdastjóra LS frá aðalfundi um starfsemi félagsins.