Línuívilnun ýsu – 70% nýtt

Nú þegar aðeins þriðjungur er liðinn af fiskveiðiárinu er afli til línuívilnunar í ýsu kominn yfir 1000 tonn. Það svarar til 70% af því sem viðmiðunin er.

Á fyrsta tímabili fiskveiðiársins 1. september – 30. nóvember var viðmiðunin 632 tonn en þá kom til ívilnunar 844 tonn eða 212 umfram. Í dag þegar búinn er einn mánuður af 2. tímabili hafa 185 tonn komið til ívilnunar en viðmiðunin er 472 tonn.
Þess má einnig geta að nánast sami afli hefur komið til ívilnunar í þorski og ýsu það sem af er fiskveiðiári, 7-0-1 tonn í þorski og 9-0-1 tonn í ýsu.