Rétt fyrir áramótin var greint frá hvaða krókaaflamarksbátar hefðu aflað mest á árinu 2005. Hér á eftir verður haldið áfram að fjalla um aflatölur.
Alls lönduðu 720 krókaaflamarksbátar og varð heildarafli þeirra 4-7-66 tonn sem er um fimm þúsund tonnum meira en á sl. fiskveiðiári og sá mesti í sögu krókabáta.
Í þremur helstu tegundunum var aflinn þessi:
Þorskur………………..5-7-38 tonn
Ýsa……………………..6-5-18 tonn
Steinbítur………………. 7-8-4 tonn
Þrír aflahæstu bátarnir í þessum tegundum voru:
Þorskur:
……………..Hrólfur Einarsson ÍS………….758 tonn
……………..Daðey GK………………………711 tonn
……………..Guðmundur Einarsson ÍS……710 tonn
Ýsa:
……………..Kristinn SH……………………..442 tonn
……………..Guðmundur Einarsson ÍS……394 tonn
……………..Hrólfur Einarsson ÍS………….370 tonn
Steinbítur:
……………..Narfi SU…………………………294 tonn
……………..Guðmundur Einarsson ÍS……239 tonn
……………..Hrólfur Einarsson ÍS………….199 tonn
Tölur hér að ofan eru fengnar frá Fiskistofu og eru birtar án ábyrgðar.