Á fyrstu 11 mánuðum sl. árs var verðmæti útfluttra grásleppuhrogna og kavíars alls 642 milljónir. Þetta er mikil minnkun frá árinu 2004 þegar útflutningsverðmætið á sama tímabili var tæpur milljarður.
Skipting útflutningsins var þannig að verðmæti saltaðra grásleppuhrogna var 331 milljón en grásleppukavíars 311 milljónir.
Í magni talið nemur útflutningurinn 735 tonnum af söltuðum hrognum sem er aukning um 22 tonn, en í kavíarnum er hins vegar minnkun um 90 tonn en alls var búið að flytja út 353 tonn af honum í lok nóvember sl.
Tölur fengnar frá Hagstofu Íslands