7. desember sl. svaraði félagsmálaráðherra Árni Magnússon (B) fyrirspurn frá Sigurjóni Þórðarsyni (F) um réttarstöðu sjómanna.
Sigurjón spurði: „Hefur ráðherra kannað réttarstöðu sjómanna á smábátum sem eru án kjarasamninga?“
Í svari félagsmálaráðherra kom fram að „engin könnun hefur farið fram á vegum félagsmálaráðuneytisins á réttarstöðu sjómanna á smábátum.“
Í lokin sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra þetta: „ Ég vil líka nota tækifærið sem hér gefst til að hvetja þá aðila sem hér eiga hlut að máli til að vinna að gerð kjarasamninga sem ætlað er að ná til þeirrar starfsstéttar sem þingmaðurinn vísar til hér í fyrirspurn sinni. Vinnumarkaðskerfi okkar byggist á gerð slíkra samninga og því kerfi viljum við viðhalda. Ég ítreka það, hæstv. forseti, að ég hvet þá aðila sem hér eiga í hlut eindregið til að koma sér saman um slíkan samning.“
Auk fyrirspyrjanda og félagsmálaráðherra tók Magnús Þór Hafsteinsson (F) þátt í umræðunni.
Sjá nánar á vef Alþingis, slóðin er: http://althingi.is/altext/12-2-1/l9-0-0716.sgml