Sjávarútvegsráðherra boðar kvótaþak í krókaaflamarki

Dreift hefur verið á Alþingi frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Í 2. gr. frumvarpsins er lagt til að samanlögð krókaaflahlutdeild krókabáta í eigu einstakra aðila, einsktaklinga eða lögaðila eða í eigu tengdra aðila geti að hámarki orðið 6% af þorski og 9% af ýsu miðað við heildarkrókaaflahlutdeild í hvorri tegund. Auk þessa er sambærilegt ákvæði um að heildarverðmæti krókaaflahlutdeildar megi að hámarki vera 6%.

Í athugasemdum í frumvarpinu kemur fram að: „Ljóst er að mikil sameining krókaaflahlutdeildar hefur orðið og ástæða þykir til þess að setja þær takmarkanir sem hér er lagt til þannig að krókaaflahlutdeildir dreifist á fleiri fyrirtæki og þar með sjávarbyggðir.“

Sjá nánar frumvarpið: http://www.althingi.is/altext/132/s/0672.html