„Jöfnunarsjóðsfrumvarp“ afgreitt til sjávarútvegsnefndar

Í gær lauk 1. umræðu um „jöfnunarsjóðsfrumvarpið“ og var samþykkt að vísa málinu til sjávarútvegsnefndar. Eins og greint hefur verið frá hér á síðunni gerir það ráð fyrir að þorskaflaheimildum til jöfnunar sem úthlutað hefur verið frá fiskveiðiárinu 0-20-1999 verði gerðar varanlegar. Í frumvarpinu er lagt til að úthlutunin taki mið af leyfilegum heildarafla við upphaf úthlutunar og á þessu fiskveiðiári. Þannig verði hlutfallið 198 þús / 250 þús eða 79,2% af meðaltalsúthlutun á því sjö ára tímabili sem úthlutunin hefur varað. Verði frumvarpið óbreytt að lögum samsvarar 8,4 tonna meðaltalið því 6,65 tonnum í þorskaflahlutdeild á þessu fiskveiðiári. Það ræðst síðan af leyfilegum heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu 7-20-2006 hvað aflahlutdeildin gefur á því ári.