Næringarefnatöflur íslenskra fiska

Það er ekki ofsögum sagt um fróðleikinn sem veraldarvefurinn hefur upp á að bjóða. Nýlega var vakin athygli heimasíðunnar á stórfróðlegu efni hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

Um er að ræða fræðsluvef Rf: http://fraedsluvefur.rf.is/
Þar eru 10 aðalflokkar sem síðan greinast í fjölmarga undirflokka. Einn af hinum 10 aðalflokkum er „Næringarefni í fiski“
http://fraedsluvefur.rf.is/Undirflokkur/naering/
þar er t.d. tafla yfir helstu næringarefni 15 fisktegunda og fiskafurða sem segir okkur m.a. að mesta orkan fæst úr þorsklifur og þar á eftir kemur hákarl. Þorskhrognin gefa mesta próteinið og ufsi og síld eru þar á eftir.

Þegar kafað er enn dýpra í vefinn og slegin inn slóðin:
http://fraedsluvefur.rf.is/media/avs/naeringarefni_b.swf
birtist „Næringarefnatafla íslenskra fiska. Þar er hægt að skoða á fjórða tug fisktegunda og sjá næringargildi hvers og eins.

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er þakkað fyrir fræðsluna og lesendur hvattir til að vekja athygli á fróðleiknum.