Heimasíðan hafði samband við formann Meginfjelags Útróðrarmanna, Auðunn Konráðsson og spurði hann hvernig hefði gengið á sl. ári.
Auðunn sagði síðast liðið ár hafa verið í slakara lagi hvað varðar fiskirí, en afkoman verið í meðallagi.
Árið skilaði 0-8-18 tonnum af þorski og af ýsu veiddust 20 þúsund tonn. Samdráttur var í báðum tegundunum frá 2004. Fjórðungi minni þorskafli og ýsuaflinn minnkaði um 10%. Hins vegar jókst verðmæti ýsunnar um 250 milljónir og varð 2,34 milljarðar á árinu 2005. Verðmæti þorsksins minnkaði hins vegar um 13,1% og varð 4 milljarðar.