Á LUROMA 2006 kom fram að grásleppuhrogn voru verkuð í 3-4-32 tunnur á sl. ári, sem er rúmum 10 þúsund tunnum minna en árið 2004. Aflinn 2005 var nánast sá sami og meðaltal sl. 5 ára. Vertíðin 2004 skilaði 3 mesta afla frá upphafi og varð þess valdandi að ekki gekk að selja söltuð hrogn á viðunandi verði á sl. ári, þrátt fyrir fjórðungs minni veiði.
Skýring framleiðenda á verðlækkun þrátt fyrir minnkandi veiði er að smásalar í Evrópu eru stöðugt verri viðureignar í samningum um kaup og sölu á grásleppukavíar.
Það kom fram á fundinum að verðlækkanir til veiðimanna hafa ekki skilað sér til neytenda.