Hámark á krókaaflahlutdeild – stjórn LS fjallar um málið

Eins og greint hefur verið frá á þessum vettvangi er nú til meðferðar á Alþingi frumvarp sjávarútvegsráðherra um hámark á eignaraðild krókaaflahlutdeildar. Þar er lagt til að fyrirtæki megi ekki eiga meir en 6% af hlutdeild þorsks og þorskígilda og 9% í ýsu.

Margir félagsmenn hafa tjáð sig um frumvarpið og spurst fyrir um hversu hátt krókaaflamark sé verið að tala um miðað við úthlutun þessa árs. Hér skal upplýsingum um það komið á framfæri:

Þorskur……….4-6-1 tonn
Ýsa…………….1-0-1 tonn
Ígildi………….3-4-2

Stjórn LS hefur verið boðuð til fundar föstudaginn 17. febrúar þar sem fjallað verður um frumvarpið. Í kjölfar fundarins mun umsögn um frumvarpið verða send til sjávarútvegsnefndar Alþingis.